Götuhjólanámskeið 13. – 15. maí

Skráning á námskeið Þristur stendur fyrir námskeiði í götuhjólreiðum helgina 13. – 15. maí. Námskeiðið mun henta fólki af öllum kynjum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Frábært start inn í komandi hjólasumar. Leiðbeinendur verða þau Hörður Finnbogason og Anna Lilja Sævarsdóttir en þau eru þaulreyndir þjálfarar frá Hjólreiðafélagi Akureyrar. Farið verður í öll tækniatriðin s.s. að taka af stað, beygja og stoppa. Einnig munum við læra … Halda áfram að lesa: Götuhjólanámskeið 13. – 15. maí

Hjólaæfingar í vor

Hjólaæfingar Þristar hefjast 25. apríl og standa út maí. Boðið verður upp á tvo aldurshópa eða 6-8 ára og 9 ára og eldri. Yngri hópurinn æfir á mánudögum milli 16:30 og 17:30 en þau eldri verða á mánudögum frá 16:30-17:30 og á miðvikudögum frá 16:30 – 18:00Verð fyrir æfingarnar eru 6000.- fyrir yngri hóp og 9000.- fyrir eldri. Skráningn er hafin hér Halda áfram að lesa: Hjólaæfingar í vor

Fréttir af útivist

Í vetur stóð UMF Þristur fyrir tveimur helgarlöngum útivistarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 8-12 ára í samstarfi við Náttúruskólann. Námskeiðin báru yfirskriftina Ævintýri í óbyggðum og var markmið þeirra að gefa þátttakendum tækifæri til að takast á við skemmtileg, krefjandi og fjölbreytt verkefni útí náttúrunni og efla þannig sjálfstraust þeirra, seiglu, úthald og lausnamiðaða hugsun. Fyrra námskeiðið fór fram í Fljótsdal í lok október 2021. … Halda áfram að lesa: Fréttir af útivist

Borðtennisnámskeið 20.-21. nóv

UPPFÆRT: Þátttökugjöld felld niður! Dagana 20.-21. nóvember stendur UMF Þristur fyrir helgarnámskeiði í borðtennis fyrir byrjendur og lengra komna. Um er að ræða tveggja daga námskeið fyrir 10 ára og eldri þar sem þátttakendur fá að kynnast öllum þáttum borðtennisíþróttarinnar í gegnum skemmtilegar æfingar. Leiðbeinandi er Bjarni Þorgeir Bjarnason fyrrum landsliðsþjálfari og námskeiðið fer fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Skráningar og óskir um nánari upplýsingar … Halda áfram að lesa: Borðtennisnámskeið 20.-21. nóv