Borðtennisnámskeið 20.-21. nóv

UPPFÆRT: Þátttökugjöld felld niður!

Dagana 20.-21. nóvember stendur UMF Þristur fyrir helgarnámskeiði í borðtennis fyrir byrjendur og lengra komna. Um er að ræða tveggja daga námskeið fyrir 10 ára og eldri þar sem þátttakendur fá að kynnast öllum þáttum borðtennisíþróttarinnar í gegnum skemmtilegar æfingar.

Leiðbeinandi er Bjarni Þorgeir Bjarnason fyrrum landsliðsþjálfari og námskeiðið fer fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Skráningar og óskir um nánari upplýsingar berist á thristur701@gmail.com. Námskeiðið hefst kl. 10:00 á laugardagsmorgun. Nánara skipulag námskeiðsins ræðst af fjölda þátttakenda. Nánari upplýsingar berast þátttakendum þegar nær dregur.

Kjörið tækifæri til að læra þessa skemmtilegu íþrótt eða dusta rykið af spaðanum og rifja upp gamla takta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s