Götuhjólanámskeið 13. – 15. maí

Skráning á námskeið

Þristur stendur fyrir námskeiði í götuhjólreiðum helgina 13. – 15. maí.
Námskeiðið mun henta fólki af öllum kynjum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Frábært start inn í komandi hjólasumar.

Leiðbeinendur verða þau Hörður Finnbogason og Anna Lilja Sævarsdóttir en þau eru þaulreyndir þjálfarar frá Hjólreiðafélagi Akureyrar.

Farið verður í öll tækniatriðin s.s. að taka af stað, beygja og stoppa. Einnig munum við læra og æfa okkur að hjóla í hóp.

Námskeiðið fer fram á Egilsstöðum og næsta nágrenni.

Dagskráin:
Föstudagskvöld:  Farið yfir nokkur tækniatriði, t.d. taka af stað, bremsa, beygjur og fjarlægðir. Einnig farið yfir hvað draft er, af hverju að hjóla í hóp o.s.frv.

Laugardagur:  Mæting kl. 09:00 Farið yfir draft æfingar og hjóla í hóp.
12:00. Matur.
13:00 Tækniæfingar á plani, farið betur í beygjur og aðra tækni. Endað á hjólatúr

Sunnudagur:  Mæting kl. 09:00. Hjólaður Fljótsdalshringur heill eða að hluta. Hópnum verður skipt upp eftir getu.  

Kveðjustund.

Skráning á námskeið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s