Útivistarnámskeið í september

UPPFÆRT: Námskeiðið er fullt. Hægt er að skrá á biðlista með því að senda póst á thristur701@gmail.com

———

Í september býður Þristur uppá útivistarnámskeið fyrir börn fædd 2010-2014 í samstarfi við Náttúruskólann. Námskeiðið fer fram á þriðjudögum, 16:30-18:00 og lýkur með óbyggðahelgi í Laugarfelli helgina 1.-2. október.

Markmið námskeiðsins að gefa þátttakendum tækifæri til að takast á við skemmtileg, krefjandi og fjölbreytt verkefni úti í náttúrunni og efla þannig sjálfstraust þeirra, seiglu, úthald og lausnamiðaða hugsun sem og tengsl þeirra og þekkingu á náttúrunni. 

Námskeiðið fer fram utandyra og því er nauðsynlegt að þátttakendur séu klæddir í samræmi við aðstæður hverju sinni. Mögulega munu þátttakendur þurfa auka búnað í einhverja tíma, t.d. reiðhjól, og verður tilkynnt um það sérstaklega. 

Mikilvægt er að forráðamenn kynni sér dagskrá og útbúnað fyrir hvern tíma á facebookhóp fyrir námskeiðið (tölvupóstur verður sendur á forráðamenn með frekari upplýsingum). Þar munu einnig birtast myndir og fréttir af starfinu

Námskeiðið fer alla jafna fram í Selskógi og er mæting á bílastæðinu við skóginn. Séu frávik frá því verður það tilkynnt til foráðamanna á facebook hópnum.

Námskeiðinu lýkur með ævintýraferð í óbyggðir 1.-2. október, þar sem hópurinn mun gista saman eina nótt í Laugarfell og takast á við ýmsar áskoranir og ævintýri á fjöllum. Nánar verður tilkynnt um fyrirkomulag ferðarinnar þegar nær dregur. 

Leiðbeinendur verða Hildur Bergsdóttir og Þórdís Kristvinsdóttir sem báðar hafa víðtæka reynslu af útivist og vinnu með börnum.

Verð: 30.000 kr.

Skráning fer fram hér

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s