Námskeið og æfingar

Allar skráningar á námskeið hjá Þristi fara fram í gegnum Mínar Síður hjá Múlaþingi, undir Tómstundir (Fljótsdalsherað).

Við munum að öllu leyti fara eftir tilmælum frá almannavörnum og verða mögulega breytingar á æfingum ef tilmæli breytast.


Nú er Vorstarfið okkar loksins að hefjast.
Hjólaæfingar og Útivist fyrir 1.-6. bekk.
– Útipúkar og -píslir hittast kl 17-18:30 á mánudögum í Selskógi og stendur námskeiðið þeirra yfir frá 19. apríl -31. maí.
– Hjólagormar hittast kl 17-18:30 á þriðjudögum á bílastæðinu við Selskóg og þeirra námskeið stendur frá 20. apríl -1. júní.
Verð fyrir hvort námskeið um sig er 10.000 kr
en 18.000 fyrir þá sem taka bæði námskeiðin.

Nánar um útivist:
Námskeiðið fer fram utandyra og því er nauðsynlegt að þátttakendur séu klæddir í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Viðfangsefnin verða margskonar með áherslu á útiveru. Krefjandi áskoranir í náttúrunni fyrir alla.
Mikilvægt er að forráðamenn kynni sér dagskrá og útbúnað fyrir hvern tíma á facebookhóp fyrir námskeiðið (tölvupóstur verður sendur á forráðamenn með frekari upplýsingum). Þar munu einnig birtast myndir og fréttir af starfinu.
Námskeiðið fer alla jafna fram í Selskógi og er mæting á bílastæðinu við skóginn. Séu frávik frá því verður það tilkynnt til foráðamanna á facebook hópnum.

Umsjónarmenn námskeiðanna verða Þórdís Kristvinsdóttir og Hildur Bergs ásamt aðstoðarfólki
Skrá á námskeið


Hjólreiðar

Nauðsýnlegur útbúnaður:
Reiðhjól þarf að vera í góðu ástandi og með allan öryggisbúnað í lagi ss. bremsur, ljós eða glit. Hjálmaskylda, ljós og jakki eða vesti í skærum litum og með endurskini er skylda.  Aðrar kröfur um fatnað eru ekki gerðar en gott að hafa hann þægilegan til hjólreiða.
Markmiðið er að undirbúa og þjálfa börnin í því að hjóla, auka færni og undirbúa þau fyrir að hjóla við hinar ýmsu aðstæður.
Skrá á námskeið