Námskeið og æfingar

Allar skráningar á námskeið hjá Þristi fara fram í gegnum Mínar Síður hjá Múlaþingi, undir Tómstundir (Múlaþing).

Við munum að öllu leyti fara eftir tilmælum frá almannavörnum og verða mögulega breytingar á æfingum ef tilmæli breytast.


Hjólaæfingar 8 ára og eldri
Hjólaæfingar hefjast kl. 17 á þriðjudögum á bílastæðinu við Selskóg.  Námskeiðið stendur frá 14. sept – 24. okt.
Verð er 5000 kr.

Nauðsýnlegur útbúnaður:
Reiðhjól þarf að vera í góðu ástandi og með allan öryggisbúnað í lagi ss. bremsur, ljós eða glit. Hjálmur, ljós og jakki eða vesti í skærum litum og með endurskini er skylda.  Aðrar kröfur um fatnað eru ekki gerðar en gott að hafa hann þægilegan til hjólreiða.
Markmiðið er að undirbúa og þjálfa börnin í því að hjóla, auka færni og undirbúa þau fyrir að hjóla við hinar ýmsu aðstæður.
Skrá á námskeið